Ég átti víst afmæli í dag samkvæmt Jóa :)
Hann vildi endilega gefa mér afmælisgjöfina strax.
Það var búið að skrifa 27. sept inn í kortið og krota svo yfir það og búið að sitja ágúst í staðinn :P
Svo stóð aftan á kortinu "p.s konan í búðinni kunni ekki rass að pakka inn"
Og ég fékk semsagt Garmin forunner 305 GPS tæki :) og púlsmæli.
Algjör snilld þegar maður er að hlaupa og koma sér í form.
Og þar sem að við erum bæði að fara í brúarhlaupið á laugardaginn þá vantaði náttúrlega annað tæki þannig að hann ákvað að gefa mér það strax.
Ég fékk einnig opera mini browser fyrir nitendo ds light.
hér er svo mynd af gripnum:
Djöfull er ég orðin öflug :P ég fór í marþonið í gær og hljóp 3 km sem var alveg brilljant gott. Mikið af fólki og skemmtileg stemning.
Í dag fór ég aftur út að hlaupa og braut 3 km múrinn fór 4.5 km og hjólaði svo aðra 4.5 km í viðbót meðan Jói hélt áfram að hlaupa :P
Þannig að 2.sept ætla ég í brúarhlaupið á Selfossi og fara þá 5 km :D
Jói þykist ætla hálft maraþon við sjáum hvernig það fer. :P
Svo er það bara Akureyri á miðvikudagin. Skólasetning fyrir norðan, verður spennandi að sjá hvernig það fer.
Ég tapaði mér endanlega í dag þegar ég keypti mér nýjan síma.
Sýnir bara hvað ég er mikið síma nörd, ég fór nefnilega á 3G kynningu í gær og varð alveg veik, ég bara varð að fá mér 3G síma til að geta horft á sjónvarp í símanum guð veit afhverju.
Þannig að ég keypti mér SE W880 voða fínn og góður sími sem ég hef ekkert við að gera en alltaf gaman að fá nýjan síma :P
Í gær fór ég út að hlaupa með Helgu sem er að vinna með mér, við hlupum 3 km og syntum 0.5 km algjör snilld og ég hefði getað sinnt miklu lengra :D
Hlakka til á lau þegar ég fer í þetta marþon hlaup sem er svo sem ekki neitt maraþon enda bara 3 km :P
Jæja ég ætla að fara að horfa á Tv í símanum mínum :P
Í gær fór ég í rafting niður jökulsá austari, það munaði ekki miklu að ég hefði hætt við því að allir sögðu að þetta væri svo hræðilegt :S
En ég dreif mig og ég var alltaf að bíða eftir þessu svaðalega og það kom aldrei :P
Ég var greinilega með allt allt of miklar væntingar. En það var samt alveg gaman en ég var alltaf að bíða eftir einhverju svaðalegu þannig að ég missti af öllu þessu svaðalega.
En þetta var samt alveg gaman en ekkert eins og fólk var búið að vera að segja.
Maður er samt nett þreyttur eftir siglinguna og 6 tíma keyrsluna en samt alveg þess virði.
Í dag var svo bara letidagur fyrir utan 3 km sem ég hljóp :) æfa sig fyrir hlaupi á laugardaginn :D
Jæja þá er maður loksins kominn heim eftir 3 vikur í DK.
Það var alveg magnað stuð en manni var aðeins farið að langa til að komast heim í lokinn.
Við Jói flugum heim á fyrsta farrými enda vorum við fyrst til að tékka okkur inn í flugið :P
Héðan í frá ætla ég alltaf að mæta snemma út á völl til að tékka mig inn svo þess virði :)
Annars var ég logandi hrædd um að vera tekinn í tollinum, þar sem ég hélt að ég væri að smygla hníf inn í landið en svo kom í ljós að það var ekkert ólöglegt við þetta þannig að allt gékk vel og ég var reyndar ekki stoppuð :P
ég verslaði alveg ótrúlega mikið og mest þá af skóm, alveg heil 8 pör.
Ég ætlaði að kaupa mér leður mótorhjólagalla en hætti snögglega við það eftir að hafa mátað nokkra, ég er ekki með nógu sterka útlimi eins og Jói vildi orða það til að bera leðurgalla.
En Jói fékk sér galla sem kom okkur í skemmtilega mikla yfirvigt.
Ég fæ mér kannski leður þegar ég er orðin stór og sterk stelpa :)
Annars gerðum við alveg helling sváfum mikið út á morgnana, fórum í LEGOland, Djurs sommerland, Bakkan og Tivoli. Jói var nefnilega að uppgvöta svona garða :P
Svo fórum við í safarí um opnan dýragarð og fórum í dýragarðinn í köben.
Og alls voru keyrðir 4050 km í ferðinni og við vorum á alveg yndislegum Volvo.
Fórum ekki til Svíþjóðar eða þýskalands nenntum því ekki enda var þetta frí:P
En það er rosa erfitt að mæta aftur í vinnuna eftir svona langt frí, ég var búin að gleyma öllum lykilorðunum mínum þannig að það þurfti að reseta þau öll í morgun :P
Svo næstu helgi er það rafting djöfull verður það gaman :P
ble í bili