Ég er orðin alveg brjálað myndarleg, ég er byrjuð að prjóna aftur.
Já ég er víst búin að vera með lopapeysu á prjónunum síðan 2003 eða eitthvað álíka handa Stefaníu. Þannig að ég ákvað bara að drífa í því að klára hana.
Ég held líka að við Jói höfum aldrei verið jafn gömul og á þriðjudaginn þegar við vorum á leiðinni í bæinn, hann að hlusta á rás 2 og ég að prjóna, Old couple !!

Annars er kjörið að byrja að prjóna svona rétt fyrir DK ferðina enda er ég búin að heyra frá fróðum mönnum að það verði rigning allar þessar 3 vikur á meðan við verðum úti. Þannig að ég verð að prjóna öll kvöld úti í danmörku, þannig að á eftir ætla ég að skella mér í nettan verslunarleiðangur og kaupa lopa í peysu á Jóa :)
Já og Sólveig röðin fer að koma að þér, lofa :Þ

Annars er ekki mikið að frétta Jói er búin að vera alveg ógeðslega duglegur við að laga ýmislegt heima hjá sér. Tók bílskúrinn í gegn og núna síðast innganginn niður í kjallara, málaði allt og gerði fínt. Var smá svona subbulegt, en er núna alveg glimmrandi flott.

Já ég, Helena, Gunnsi og Jói fórum á myndina Blind Date mæli ekki með henni, við skemmtum okkur þó alveg konunglega enda var alveg æðislega fyndin stelpa sem sat fyrir framan okkur, hún var að lifa sig svo mikið inn í myndina að það var æðislegt að fylgjast með henni. Komum öll út grátandi úr hlátri :D

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home