Ég gleymdi að segja að myndin hérna fyrir neðan er af honum Gutta voffanum sem við erum að passa :)
Ég er reyndar líka að passa Alex og París en þar sem Gutti er að sýna andfélagslega hegðun þá verðum við að vera í sitthvorulagi :S
En ég kom Jóa skemmtilega á óvart í gær :D
Við fórum út að hjóla og þegar við komum heim þá var bíll frá Betra Bak í hlaðinu með nýja rúmið sem ég pantaði handa okkur :D
Alveg yndislegt Tempur rúm, ég pantaði hvíta leðurbotna og hvítan höfðagafl en þar sem það hafði ekki komið með nýjustu sendingunni þá lánuðu þeir mér brúnan botn á meðan, og nú langar Jóa að halda brúna botninum :S
sem mér finnst frekar súrt því að mér finnst brúnir botnar fínir en ég vill alls ekki hafa brúnan höfðagafl. Þannig að ég ætla að draga Jóa með mér í Betra Bak á eftir og sína honum hvað hvítt er sætt og knúsulegt :P
Annars er planið um helgina að kíkja á hundasýningu og slappa bara af og viðra voffa stóðið.
Svo er það bara veiðivötn á þri og mip :D
Það er sko mikið af hundum þessa dagana, við erum að passa Gutta hundinn hennar Arndísar og svo erum við líka með Alex og París en þar sem Gutti er að sýna andfélagslega hegðun þá verðum við að vera í sitthvorulagi :P
Já ég var algjör snillingur í dag.
Ég var að tala í síman og á meðan ákvað ég að leika mér eitthvað með pennan og var að renna honum eftir efri vörinni á mér.
Hélt að penninn væri lokaður, en nei þá var ég bara að krota á alla efri vörina mína bara svona smá pennaskegg ég var næstum því farin að gráta úr hlátri á meðan ég var í símanum :D
Þannig að ég dreif mig í að klára símtalið og hoppaði inn á bað til að þrífa af mér nýja skeggið mitt :D
það er smá svona dauður tími hjá mér þessa dagana :|
Veit ekki alveg hvað er næst á dagskrá, en eitt er víst að Esjan verður sigruð í þessari viku, alveg eins og í síðustu viku :P
Nema að kannski að maður drulli sér alla leið upp á topp, hef bara alltaf farið upp að steini enda ekki séð pointið í því að príla upp klettana þegar maður er bara að fara upp til að koma sér í form. En þar sem Jói hefur aldrei farið alla leið upp þá er það næst á dagskrá, þegar það er gott veður.
Annars erum við að fara að passa Gutta, voffan hennar Arndísar núna á miðvikudaginn og fram yfir helgi. Svo er það líka Shrek í kvöld í boði Símans.
Tja, það er kannski bara nóg að gerast.
Annars eru bara 25 dagar í DK :D
Ég fór á fótbolta leik í gær KR-FH og eftir hann þá ákvað ég að breyta nafninu á KR úr Knattspyrnufélag Reykjavíkur yfir í Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur.
Mér finnst það eiga betur við þar sem að fótboltinn hefur ekki getað rass í allt sumar en strákarnir í körfu eru Íslandsmeistarar.
Það finnst mér allavega :D
Áfram KR...
Ég var hrædd við að keyra mótorhjól og ég er ennþá hræddari núna. Það eru allir brjálaðir út í þessar mótorhjólakalla sem eru að keyra á 200 og stinga lögguna af.
Er þetta nýjasta tískan að stinga lögguna af ?
En þetta er að bitna á öðrum sem haga sér vel á hjóli, það liggur við að við séum bara réttdræp í umferðinni þessa dagana. Manni finnst það allavega á því sem maður hefur verið að lesa :S
En að gleðilegri málefnum :P
Esjan var tekin í gær og náði ég markmiðinu mínu og bættu mig um 20 mín síðan síðast fór upp og niður á 1:40 sem er brill.
Dagurinn í gær var góður :D
Dagurinn í dag verður og er líka góður :P
Í gær kíkti ég upp í mosó skellti mér í pottinn, fékk mér grillaða pulsu eða pylsu, fór svo að skjóta leirdúfur með pabba gamla.
Um kvöldið fór ég svo ródó hring með Símoni, þar sem ég fór alveg langt út fyrir þæginda sviðið mitt, sem er miðaður við 30 hverfi. En þetta var algjör snilld fann að þetta var ekkert hættulegt :D
Í dag fór ég með m og p í Betra Bak þar sem þau voru að kaupa sér nýtt rúm og það þýðir bara eitt að ég erfi gamla rúmið þeirra inn til mín, þannig að það mun fara betur um okkur Jóa þegar við lúllum uppi í mosó :D
Á eftir ætlum við að hoppa upp á Esju og er markið tekið á 1:45 alveg hægt að bæta sig um korter síðan á Sunnudag..
Eftir Esjuna er málið að fara og skjóta fleiri leirdúfur, veit reyndar ekki afhverju maður er að borga 600 kr fyrir 25 skot, því að við hliðina á skotvellinum eru ruslahaugar með svona þúsund máfum :P segi svona, eru ekki allir að kvarta undan máfunum ?
Busy helgi, á föstudaginn man ég bara ekki hvað ég var að gera :D
Örugglega eitthvað skemmtilegt.
Á laugardaginn fórum við í jarðarför og eftir hana þá rúlluðum við í bæinn og ég og Stebba fórum í bíó.
Á Pirates of the Caribbean: At World's End sem er bara fín en allt of löng, eða þá að maður þarf að sleppa því að fá sér að drekka :S á meðan myndinn er.
Á sunnudaginn þá byrjaði ég á því að taka til í herberginu mínu sem ég hef ekki gert í margar aldir afþví að ég er aldrei þar.
En það var mjög spennandi og ég fann alveg fullt af dóti síðan ég var lítil. T.d. gerðum við verkefni um Benjamín Dúfa 1997 og við áttum að senda höfundinum bréf. Ég sendi honum líka bréf og skrifaði svo í lokinn "p.s. má hundurinn minn leika í næstu mynd frá þér" haha.
Eftir tiltekt skruppum við Jenni upp á Esju, og eins og síðast þá var ég næstum því dauð tvisvar úr þreytu.
Eftir labbið fórum við heim til mín í humar og kjúlla.
Um kvöldið þá fórum við Jói hring á ródó. Við vorum samt ekki þessir hálfvitar sem voru að stinga lögguna af.
Í dag var ég svo að hugsa um að fara að skjóta.
Í gær fór ég á Kaffi Victor að borða með Síma fólkinu :)
Fékk mér bara nokkuð góðan kjúlla og svo nokkra drykki þar á meðal cosmo sem ég hef ekki fengið mér í meira en ár, veit ekki afhverju :p
En eftir gott spjall á victor þá röltum við yfir á nasa þar sem að ´90 partý að byrja sem var algjör snilld. Ég er samt ekki alveg sátt, hvað er ´90 partý án Madonnu ? Það var ekki spilað eitt lag með henni :( en annars var kvöldið mjög gott.
Um 3 leytið ætlaði ég að fara staðsetja Jóa en hann var víst eitthvað óviljugur að hitta mig :P
En ég náði loksins í rassgatið á honum þá var hann alveg blindfullur á röltinu einhversstaðar.
Og svo tókum við taxa heim.
Sem sagt mjög vel heppanð í alla staði og svo rúsínan í pylsu endanum engar reykingar :)