Jæja þá er ég búin að sækja um í Háskólanum á Akureyri í viðskiptafræði eins og restin af íslandi :P
Svo er bara að bíða og sjá hvort að ég kemst inn :)
Við Jói erum líka að fara að sækja um íbúð á stúdentagörðunum en það eru víst ekki miklar líkur á að við fáum það því að við erum ekki bæði í HÍ.
Svo er bara 1 og hálfur mánuður í DK.
Það er bara allt að gerast..
Annars er Despó og Grey´s búin þetta árið þannig að ég fann mér nýjan þátt, Dirt!
Með Courteney Cox úr Friends þeir eru alveg ágætir ég er allavega búin að horfa á fimm þætti :P
Svo er það bara búðar djamm hjá Heigga í kvöld, og þó að ég sé ekki ennþá í búðinni þá er mér samt boðið því að það vantar einhvern til að tala við ísskápinn :P
Þá er maður kominn heim og það er ekki beinlínis gott veður sem tekur á móti manni, bara slabb og kuldi burr..
En ég er samt rosa glöð að vera komin heim var alveg að gefast upp á þessu labbi, það er svo erfitt að elta Jóa þegar hann hoppar á milli búða(já, hann verslaði meira en ég).
Annars var þetta voða nodó komast í smá hita og slappa af í nokkra daga akkurtat það sem maður þurfti líka gott fyrir svona flughrædda manneskju eins og mig að komast í flug, svo ég detti ekki úr þjálfun.
Annars lenti systir hans Jóa í 4.sæti sem sagt 91 stelpurnar en 91 strákarnir urðu norðurlandameistarar.
Svo er ég með alveg glimrandi góðar fréttir :D
Ég var að fá niðurstöðurnar úr krabbameins rannsókninni og það er bara allt farið :D
Þannig að ég get verið alveg slök vonandi, fer bara í venjulega krabbaskoðun Nóvember og ef ekkert fynnst þá heldur þá er ég bara kominn með grænt ljós á að fara bara einu sinni á ári í skoðun.
Algjör snilld fynnst eins og það hafi verið tekið af mér þungt farg með því að losna við þetta :)
Annars er það ekki meira í bili ;)
Sá þennan sæta snígló á leiðinni heim ádan. Þad er búið að vera gott veður hérna í svíþjóð nema í dag þá byrjaði að rigna. Við erum búin að versla alveg helling og mastera samgöngurnar hérna stokkhólmi. Annars hefur liðið hennar Obbu ekki verið að gera góða hluti en þær ná samt ad keppa um 3.sætið við finnland.
Ein pæling afhverju er ekki hægt að kjósa í gegnum heimabankann sinn ?
Í kvöld er forkeppninn fyrir eurovison og maður er alltaf með það á hreinu að Ísland muni rústa þessu en það gerist aldrei :S
Ekki nema þegar Selma komst nálægt því 1999 og ég man ekki eftir öðrum skiptum enda þá örugglega pínku lítil og sæt :P
Á þriðjudaginn var sundkarnival Símans til styrktar sundsambandi fatlaðra, þetta var algjör snilld ég náði að safna 20 þús og byrjaði á því að fara í sjósundið sem var í nauthólsvík samt ekki á ylströndinni :( en sjórinn var 9 gráður þannig að þetta var alls ekki slæmt en ekki eitthvað sem ég vill gera á hverjum degi. Svo fór ég aftur að vinna og eftir vinnu kíkti ég í laugardalslaugina þar sem ég tók þátt í öllu þar, nema boðsundi og sundleikfimi.
Gott framtak hjá símanum að gefa okkur færi á að leggja góðu málefni lið.
Í gær kíkti ég og kallinn svo í leikhús á Eilífa hamingju í Borgarleikhúsinu algjör snilld, rosa skemmtilegt og þetta var loka sýning þannig að sorry ef ykkur langar að fara þá er það ekki hægt ;)
Annars er ég bara að bíða spennt eftir euro og sjá okkur rústa þessu (not)
jæja þá var hjólatúrinn tekinn frá mosó, lögðum af stað frá mosó með sama nesti og í gær. Það munaði litlu að ég myndi beila og léti pabba skutla mér heim en ég komst ekki upp með það :P
Við lögðum af stað um kl 21 og vorum komin vestur í bæ 1 klst og 20 mín síðar.
Svo þegar ég kom heim þá gerði ég fullt af magaæfingum og armbeyjum og ég held að ég muni sofna í sturtu :)
En þetta er alltaf jafn sweet þegar maður kemst á áfángastað :D
Við fórum í smá sunnudags hjólreiðatúr í dag, byrjuðum í vesturbænum heima hjá Jóa og hjóluðum þaðan með Sæbrautinni í átt að Elliðaársdalnum þar sem ætluninn var að skoða einhvern skrítinn fugl. Ég var alveg við það að gefast upp þegar við komum að laugarásbíó og langaði helst að æla, guð hvað ég er í lélegu formi. Og ofan á lélega formið bættist svo haglél sem létu sjá sig í smá stund. En ég var barinn áfram og sé sko ekki eftir því, meikuðum það niður að Sprengjusandi og þaðan lá leiðin í gegnum Fossvoginn og loksins kominn með vindinn í bakið :) Fórum svo meðfram sjónum hjá Nauthólsvíkinni og heim. Þetta voru semsagt 22.5 km sem við hjóluðum og ég næstum því dáin tvisvar :P en hafði þetta að lokum :)
Ef Jói hefði ekki verið snillingur og keypt Freyju Hreysti og Sport drykk þá veit ég ekki hvernig þetta hefði farið örugglega hoppað upp í næsta strætó :)
En það góða við það er að ég losnaði við kvefið mitt, var búin að vera með kvef og hausverk í viku og finn ekki fyrir því núna.
Þannig að ég ætti að vera orðinn góð fyrir sjósundið á þriðjudaginn, kvíð reyndar smá fyrir sérstaklega þegar ég var að horfa á kalda nauthólsvíkina í dag, burrr..
En það verður gaman að sjá hvort að ég sé kettlingur eða tígrisdýr ;)
Ég fór til doksa í gær og hún náði ekki að pína mig jafn mikið og síðast :D
Enda fór Jói með mér núna og hélt í hendina á mér :D
Hún sá því miður smá frumubreytingar þannig að það er ekkert annað í stöðunni en að bíða eftir niðurstöðunum og sjá á hvaða stigi þessar breytingar eru. Ef þær eru á 1.stigi þá er ekkert gert en ef þær eru yfir 2.stigs þá fer ég aftur í keiluskurð :(
En að gleðilegri efnum, þá var ég næstum því búin að drepa Jóa í gær (kannski ekki svo gleðilegt), með því að láta hann horfa á með mér look who´s talking, look who´s talking now og look who´s talking too. Sem ég verð að segja voru miklu betri þegar þær komu út á árunum 89-93, enda þurfti kannski minna til að skemmta mér þegar ég var 5-9 ára :)