Frekar ónýt helgi þar sem við vorum bæði bara frekar ónýt en vorum samt dugleg að fara út að labba, hjóla og á línuskauta. Á laugardeginum borðuðum við humar í mosó rosa gott. Í dag var horft á Alpha dog sem er ekki það góð og fórum á línuskauta. Jói var að fara í fyrsta skiptið á línuskauta og hann datt aldrei, ég er svo stolt af honum :P
Eftir línuskauta ævintýrið þá fórum við í fermingarveislu hjá frænda hans Jóa. Svo fór ég heim og horfði á The Holiday sem er æði. Eftir það var stefnan tekin á málverka uppboð á hótel Sögu þar sem ég bauð 3 millur í kjarval, Djók!! Málverk sem afi hans Jóa átti var á uppboði og fór á litlar 3 millur :) Annars er ég bara á leiðinni í háttinn ísí písí helgi. Svo er það bara kvöl og pína á morgun er að fara til doksa :( Þannig að knús, kossar, nammi og verkja töflur eru vel þegnar á morgun fyrir 17 :D