Í gær ætlaði ég sko að nýta tíman vel, fór beint eftir vinnu upp í Púka að skoða hjálma og annað ródó dót.
Ætlaði að kaupa allan gallan, leist ekki á neitt í Púkanum enda áttu þeir ekkert í minni stærð né kvennmannssniði. Þannig að næst lá leiðin í JHM sport, þar ætlaði ég að fá mér Sidi skó en nei þeir voru ekki til í réttri stærð. En þeir eru svo mikil krútt þarna að þeir fá rétta stærð senda í hraðpósti :)
Svo kítki ég í Nitro og ætlaði að fá mér galla, er voða skotin í rauðum Spidi galla en hann var bara til í xl.
Þá kíkti ég í motormax og ætlaði að lokum að fá mér hjálm en þá var hann heldur ekki til. Þannig að mín niðurstaða er sú að það er glatað að vera kvennmaður í þessu sporti. En þeir voru nú samt allir að vilja gerðir og það er fullt af sendingum á leiðinni. Þannig að ég þarf bara að bíða í viku eða svo.
En þetta er samt alveg eins með skotveiðina ég get ekki látið mér dreyma um að finna outfit í réttri stærð á mig :( enda ætla ég að versla það allt úti í sumar :P
Annars var ég að horfa á nýjasta despó í gær og þar er smá staðreyndavilla sem er alltaf að bögga mig meira og meira. Það var rafmagnslaust og ein konan var að tala í þráðlausan heimasíma það er víst ekki hægt í rafmagnsleisi ekki svo ég viti :P
Svo erum við byrjuð á fullu í Rjúpu átaki og ég held að ég sé bara að gera út af við hann :)
Fórum upp á reykjafell á sunnudaginn, löbbuðum neshringinn í gær og svo er það stóri neshringurinn á eftir. Þegar rjúpna tímabilið byrjar þá á ég eftir að stinga alla af og koma heim með 15 stk :P