Frekar ónýt helgi þar sem við vorum bæði bara frekar ónýt en vorum samt dugleg að fara út að labba, hjóla og á línuskauta. Á laugardeginum borðuðum við humar í mosó rosa gott. Í dag var horft á Alpha dog sem er ekki það góð og fórum á línuskauta. Jói var að fara í fyrsta skiptið á línuskauta og hann datt aldrei, ég er svo stolt af honum :P
Eftir línuskauta ævintýrið þá fórum við í fermingarveislu hjá frænda hans Jóa. Svo fór ég heim og horfði á The Holiday sem er æði. Eftir það var stefnan tekin á málverka uppboð á hótel Sögu þar sem ég bauð 3 millur í kjarval, Djók!! Málverk sem afi hans Jóa átti var á uppboði og fór á litlar 3 millur :) Annars er ég bara á leiðinni í háttinn ísí písí helgi. Svo er það bara kvöl og pína á morgun er að fara til doksa :( Þannig að knús, kossar, nammi og verkja töflur eru vel þegnar á morgun fyrir 17 :D

Í dag er Jói minn 23 ára er það nú aldur ég fer bara að panta pláss á elliheimili fyrir hann. Ekki að ég nái honum ekki eftir 5 mánuði. Eða ég næ honum ekki en þá verð ég líka 23 ára oldí.
Ég var alveg gjörsamlega steingeld með hugmyndir fyrir þetta afmæli en mér tókst að bjarga þessu að lokum, gaf kallinum línuskauta :) það verður gaman að sjá hann á þeim híhí og svo gaf ég honum Blend svarta strigaskó. En á eftir erum við að fara í bláa lónið og svo út að borða á Maru. En annars erum við Jói á leiðinni til Svíþjóðar :) förum 6 daga um miðjan maí :) rosa fjör.

Í gær ætlaði ég sko að nýta tíman vel, fór beint eftir vinnu upp í Púka að skoða hjálma og annað ródó dót.
Ætlaði að kaupa allan gallan, leist ekki á neitt í Púkanum enda áttu þeir ekkert í minni stærð né kvennmannssniði. Þannig að næst lá leiðin í JHM sport, þar ætlaði ég að fá mér Sidi skó en nei þeir voru ekki til í réttri stærð. En þeir eru svo mikil krútt þarna að þeir fá rétta stærð senda í hraðpósti :)
Svo kítki ég í Nitro og ætlaði að fá mér galla, er voða skotin í rauðum Spidi galla en hann var bara til í xl.
Þá kíkti ég í motormax og ætlaði að lokum að fá mér hjálm en þá var hann heldur ekki til. Þannig að mín niðurstaða er sú að það er glatað að vera kvennmaður í þessu sporti. En þeir voru nú samt allir að vilja gerðir og það er fullt af sendingum á leiðinni. Þannig að ég þarf bara að bíða í viku eða svo.
En þetta er samt alveg eins með skotveiðina ég get ekki látið mér dreyma um að finna outfit í réttri stærð á mig :( enda ætla ég að versla það allt úti í sumar :P

Annars var ég að horfa á nýjasta despó í gær og þar er smá staðreyndavilla sem er alltaf að bögga mig meira og meira. Það var rafmagnslaust og ein konan var að tala í þráðlausan heimasíma það er víst ekki hægt í rafmagnsleisi ekki svo ég viti :P

Svo erum við byrjuð á fullu í Rjúpu átaki og ég held að ég sé bara að gera út af við hann :)
Fórum upp á reykjafell á sunnudaginn, löbbuðum neshringinn í gær og svo er það stóri neshringurinn á eftir. Þegar rjúpna tímabilið byrjar þá á ég eftir að stinga alla af og koma heim með 15 stk :P

Djöfull er ég pirruð, það er allt að fara í taugarnar á mér í dag. Þannig að passið ykkur á mér ;)
já og það er ekki þetta mánaðarlega þar sem að það er víst úr sögunni.

Annars ætlaði ég að skella mér á sinfoníu tónleika í kvöld en þar sem allir beiluðu á mér þá ætli ég sleppi því ekki og verði heima að glápa á tv.
Á morgun var ég svo að hugsa um að kíkja á köfunardaginn og sprikla smá í sundi, mæli með því að allir kíki og skemmti sér.






Ég er að segja það, þakið á eftir að rifna af höllinni :D


Kærastinn minn er besti kokkur í heimi. Þad er staðreynd :)


Í dag eru akkurat 10 ár síðan við fengum Theu. Djöfull var ég spennt, enda búin að segja öllum í mörg ár að ég væri að fá hund :P
Loksins fengum við litlu bolluna frá Ísafirði.

Ég er byrjuð í átaki á líkama og sál :P
Síminn gaf öllum sundkort til að koma sér í form fyrir sumarið. Ég ákvað að taka það bara með trompi og byrja strax að synda, í gær náði ég 300m sem er ekki mikið en ég er í engu formi. Í dag fór ég samt 500 m en það var bara afþví að Jói harðstjóri fór með mér, og neyddi mig áfram :S
Á föstudaginn er svo komið að því sem ég hef verið að bíða spennt eftir, litla óvissuferðin hjá fyrirtækja sviðinu. Þetta er víst óvissu ferð með litlu ói en sú sem er með stóra Óinu er ekki strax. Verður vonandi algjört stuð.

Annars fundum við Jói bók um daginn sem heitir Kynlíf og er eftir Fritz Kahn síðan 1962.
Það er bara of mikið af skemmtilegum "staðreyndum" í þessari bók, t.d.

Vændiskonur og kynsjúkdómar
Vissast er að gera ráð fyrir að allar vændiskonur hafi kynsjúkdóma og ber í samlífi við þær að haga sér eftir því.

Hve oft má hafa samfarir í senn?
Flestir fá nóg við eina fullnægingu. Stinning Karlmannsins hverfur, konan þarfnast ekki frekari ástar, og bæði sofna sætt og vel.

Kafl VII. heitir Brúðkaupsnótt ig Hveitibrauðsdagar.

Og margt fleira mjög fyndinn bók og klárlega skrifuð af karlmanni.


Pabbi var ad koma heim með 40 kg namm namm

Pabbi og mamma hans Jóa voru að fara til Ástralíu í gær, þannig að við þurftum að vakna kl 5 til að skutla þeim út á völl. Jói fékk sér kaffi áður en við lögðum af stað, þannig að þegar við komum heim kl hálf 6 þá var ekki séns að hann færi aftur að sofa þannig að hann vildi að við myndum opna páskaegginn okkar sem eru 4 by the way :P
Og í mínu eggi var þessi yndislegi málsháttur "Morgunstund gefur gull í mund" sem átti svo vel við kl hálf 6 um morguninn. Annars er fríið ekki að fara vel í mig, ég er alveg gjörsamlega búin að tapa öllu tímaskyni og svo er líka allt lokað sem er mjög boring. En í kvöld er KR að spila við Njarðvík úti í Njarðvík, þannig að ég hef eitthvað að gera í kvöld.







Framlenging

Jæja þá eru flugmiðarnir fyrir jólafríið mættir í hús, það er bara komin smá spenna í mann.
Við fórum í smá road trip á mánudaginn til Stykkishólmar, besta ferð ever KR vann Snæfell 104-80 og svo er það bara úrslitaleikurinn á morgun og auðvitað tekur KR þetta :)
Annars er bara allt gott að frétta ég hef ekki verið veik í tvær vikur :P enda er ég hætt því helvíti..
Fórum eftir leikinn á mánudaginn upp í sumó og ég var bara of þreytt til að gera allt, meikaði ekki einu sinni að fara í pottinn, fór bara beint að sofa.
Svo er það bara páskafrí á morgun hef ekki hugmynd hvað ég ætla að gera það kemur í ljós.
En þeir sem eru að velta því fyrir sér hver ég sé að fara um jólin þá bauð tengdó okkur til austurríkis á skíði.

Newer Posts Older Posts Home