Þetta var alveg magnaður dagur ekkert nema gleði :)
Góður dagur í vinnunni, helgin á leiðinni og svona. Eftir vinnu fórum við Jói svo að kaupa málingu fyrir baðið og tókum smá rúnt, það var einhver leikur á flash fm og ég vann 5000 kr inneign í skór.is ekki leiðinlegt það fyrir tveggja mín samtal :P
Svo fórum við á KR leik þar sem Obba var að spila og unnu KR öruggan sigur á Fjölni.
Núna er ég annars bara að fara að lúlla og á morgun eru það víst fleiri KR leikir og svo kannski að maður reyni að komast eitthvað að skjóta :)
Góða nótt :D
Hef ekki verið að gera mikið í þessari viku enda svo stutt síðan ég fór í aðgerðina, maður verður að fara vel með sig. En svona helsta þá skrapp ég á frekar slappa audi sýningu hjá Heklu, fór alveg æsispennandi leik hjá KR-Skallagrími í körfu shitt ég var með hjartað í brókunum þetta var svo spennandi. Í fyrradag þá fórum við Jói í IKEA í smá innkaupa leiðangur keyptum nýtt sturtuhengi sem er æði, með svona litlum teiknuðum dýrum á mjög krúttlegt, og fórum einnig á Taco Bell í hafnarfirði sem var fínt mæli með T7 með kjúlla það er gott. Í gær fórum við smá stokkseyrar rúnt og kíktum á ömmu gömlu ætluðum að fá okkur humarsúpu á fjörborðinu en voru send í burtu þó að húsið hefði verið hálf tómt. Fórum svo upp á Selfoss að kíkja á nýjustu húsmóðurina í bænum enga aðra en Herdísi :) hún og Nonni eru búin að fjárfesta í raðhúsi á Selfossi algjör snilld það verður gaman að sjá hvernig Hedda plummar sig sem Despó housewife :P
Allir að tékka á Blaðinu í dag þar er viðtal við Freyju, þar sem hún er að tala um ferðalögin sín :P
Mjög spennandi !!
Jæja þá eru komnir heilir tveir dagar frá aðgerðinni og mér líður mun betur, samt er ég ennþá hel aum í mallanum en þetta gengur mjög vel enginn hiti og saumarnir líta mjög vel út. Naflinn minn (sem ég hafði mestar áhyggjur af) lítur mjög vel út og ég held að hann verði bara alveg eins og nýr. Þannig að ég get sprangað um í bikiní í sumar því hin tvö götin eru fyrir neðan buxnastrenginn :P
Jói er búin að vera algjör hetja og hefur ekkert kvartað yfir því að þufta að lúlla á gólfinu. Hann getur nefnilega verið smá skellibjalla þannig að ég þorði ekki að hafa hann uppí ef ég fengi olnbogaskot í mallann. Þannig að þetta er búið að vera meira svona eins og sleepover heldur en kærustupar þessa dagana :) En ég reikna með því að hann verði farinn að kúra aftur hjá mér um helgina greyið :S
Í dag fór ég í jarðaförina hjá ömmu hans Jóa, rosalega falleg athöfn, Diddú var að syngja, rosalega flott. Ég er mjög glöð yfir að hafa haft heilsu í að fara. Ég fór líka út í kirkjugarð en ég þorði ekki að krossa yfir gröfina :S ég er orðinn svo slysahrædd eftir þessa aðgerð nógu vont er þetta fyrir vill ekki detta og meiða mig :( var líka alveg að farast úr hræðslu í bíl því að bílbeltið liggur akkurat yfir skurðinn :S
Svo vil ég óska Herdísi og Nonna til hamingju með nýja húsið og ég bíð spennt eftir innflutningspartýi
Þetta er búin ad vera erfiður dagur :( ég vaknaði ekkert allt of hress eftir svæfinguna, ég vill samt kenna verkjalyfjunum um það. Þad voru gerð 3 göt á mallan minn og læknirinn sagðist hafa verið ad vanda sig mikið með naflaskurðinn setti t.d. Tvö auka spor í hann :-) en það sem gleður mig mest og minnst reyndar líka er að þad fannst loksins hvað er að mér. Og sem betur fer er auðvelt að meðhöndla það.
Það hlaut að koma að því að ég myndi mæta ofjarli mínum og ég þyrfti að láta karlmanninn á heimilinu sjá um verkið :P Það gerðist í kvöld þegar ég ætlaði að vera hörkutól og skipta um bremsuklossana á bílnum mínum en ég gafst upp þegar ég var búin að taka dekkið af sem er by the way meira en margur kvennmaðurinn getur ;)
Þannig að Jói var svo elskulegur að taka við og klára dæmið..
Eftir erfitt bílastúss fór ég inn og fékk mér ýsu hún var góð.
Á morgun er svo komið að lang þráðu nuddi á nordica spa sem Síminn var svo elskulegur að gefa mér í jólagjöf, takk fyrir það Síminn minn..
Við Freyja förum saman á morgun og það verður stuð, förum fyrst í andlitsbað og svo í nudd namm namm..
Jæja núna ætla ég að fara að sinna ungabarninu góða nótt..
Loksins loksins er ég laus úr verslun :) og komin yfir í fyrirtækja sviðið..
Fyrsti dagurinn var nú ekki erfiður, mætti kl 10 og fékk smá kynningu á öllum sem ég þekki nú þegar :D mjög skrítið að byrja í nýju starfi en vera samt gamall starfsmaður á vinnustaðnum.
Fórum á Red chilli´s í hádeginu og fékk ég mér 200 gr nautasteik sem var mjög góð. Svo fórum við aftur í vinnuna og vorum svona að koma tölvunni í gang fyrir mánudaginn. Eftir vinnu kíkti ég í Betra bak, ég er alveg veik í að fá mér Tempur heilsudýnu, þannig að ég ætla að draga Jóa með mér þangað á morgun að skoða :) fékk þá snilldar hugmynd að gefa okkur bara rúmið í afmælisgjöf. Mamma og pabbi voru líka að kaupa sér hlaupabretti í dag með tv græjum í :P
Já svo er óvissu ferð hjá fyrirtækja sviðinu í byrjun apríl þetta verður spennó
ble í bili og allir að kvitta takk :)
Ég gerði smá tilraun með windows Vista, ég var mjög skotin í því fyrst en svo þegar ég ætlaði að gera eitthvað í tölvunni þá var ég ekki alveg jafn hrifinn, og þar sem ég er aðalega með tölvuna til að gera eitthvað í henni ekki bara horfa á fallegu myndinar þá var það ekki alveg að virka fyrir mig.
Þannig að ég keypti mér nýjan harðandisk 120 gb og fékk mér aftur xp :) núna get ég loksins horft á despó aftur :P
Og þar sem ég er forfallinn sims spilari (ekki dæma mig) þetta er kvenkyns útgáfan af world of warcraft :P
Þá keypti ég mér nýja leikinn í leiðinni, gott að hafa hann þegar maður er heima veikur eins og ég er alltaf.
Það nýjasta í veikinda sögunni minni er að ég er að fara í aðgerð eftir 2-4 vikur ekki komin dagsetning ennþá og er þessi aðgerð ekki gerð til að laga eitthvað ákveðið vandamál heldur til að athuga hvort það sé eitthvað vandamál. Þessi aðgerð kallast kviðarholsspeglun og er gert lítið gat á naflan minn og farið þar inn með myndavél og öll líffærinn skoðuð. Og ef það sést eitthvað þá er það bara lagað í leiðinni með því að gera tvö auka göt á mallan. En ef allt er í lagi þá er ég bara með pínku ponsu gat á naflanum sem sést ekki.
Annars er ég veik heima með hálsbólgu og kvef :P þetta er farið að vera algjört rugl
og aðeins tveir dagar í að ég prufi haglarann minn í fyrsta skiptið :)
Annars er bílinn minn orðinn heill aftur eftir að einhver ruddi bakkaði á hann.
Þannig að ef einhver vill keyra á mig þá má sleppa fram og aftur hlutanum á bílnum þeir eru nýsprautaðir.
Freyja vinkona mín er víst að breytast í alka þannig að ég er farinn að búa mig undir það að þurfa að grípa inn í þessa þróun hjá stelpunni ;)
Ég hafði hugsað mér að gera það vopnuð súkkulaði og klaka vatni.
Freyja þú veist að ég er á leiðinni ;)