Jæja ég ætla að koma með sjúkrasöguna sem endar mjög skemmtilega.
Á föstudaginn fyrir viku fer ég upp á bráðamóttöku í Fossvogi, þar var ég skoðuð og mæld og tekinn allskona sýni, læknirinn þar vildi endilega senda mig upp á kvennadeild í frekari skoðun þannig að hann ætlaði að hafa samband við kvennadeildina á laugardeginum og hringja svo í mig. Kvennadeildin vildi ekki hitta mig, þannig að læknirinn uppi á bráðamóttöku sagði mér bara að koma aftur ef verkinir versnuðu og/eða ég fengi hita. Á laugardagskvöldinu þá fékk ég 39 stiga hita þannig að ég tók taxara upp á spítala því allir höfðu farið eitthvað að djamma. Ég fékk að bíða í 2 og hálfan tíma eftir að komast inn og svo var ekki farið að sinna mér fyrr en svona 5 um nóttina, þá voru tekin fleiri sýni og reynt að ákveða hvað ætti að gera við mig. 12 tímum seinna var ég svo lögð inn á meltinga- og smitsjúkdómadeild og þar átti að rannsaka mig frekar, fór í ristilspeglun sem er ekki nice og fleiri rannsóknir. Svo á þriðjudaginn þá höfðu þau bara ekki fundið neitt að mér :) þannig að þau vildu senda mig til kvennsjúkdómlæknis, þannig að deildarlæknirinn hafði samband við lækninn minn og ég fór til hans í gær og vitiði hvað ef kvennadeildinn hefði viljað hitta mig þarna á laugardaginn þá hefði það getað sparað fullt af peningum því að það eina sem var að mér var að það hafði blætt inn á vinstri eggjastokkinn hjá mér og það var að valda hita og verkjum :P
þannig að bara in your face kvennadeild :)