Ég er með smá NYC fever núna langar alveg rosalega að fara. Langar eiginlega bara að flytja þangað þó að ég þyrfti að búa í holu og vinna á McDonalds :)
Bara til að geta farið og horft á útsýnið frá battery park og margt fleira :P
Þannig að ef þið finnið mig ekki einn daginn þá vitiði hvert ég hef farið.
Annars er ég farinn að mæta í vinnuna aftur, og er að vinna í því að byrja aftur að vinna. Það er bara mjög erfitt.
Einn dagur í einu!!
Mamma og pabbi sjá um bústaðinn og við reddum flugi og bíl.
Við vorum að panta flugið núna áðan og pöntuðum í leiðinni Volvo C30.
Það verður crazy gaman :)
Annars er konudagurinn í dag, og Jói er ekki búin að vera að standa sig :P
En það bætist vonandi úr því á eftir híhí...
Annars er ég ennþá veik belive it or not :(
Vona að ég fari að drullast til að hætta þessum aumingja skap þetta er orðið meira en mánuður af kvefi, slappleika og örðum skemmtileg heitum.
Jæja ég ætla að koma með sjúkrasöguna sem endar mjög skemmtilega.
Á föstudaginn fyrir viku fer ég upp á bráðamóttöku í Fossvogi, þar var ég skoðuð og mæld og tekinn allskona sýni, læknirinn þar vildi endilega senda mig upp á kvennadeild í frekari skoðun þannig að hann ætlaði að hafa samband við kvennadeildina á laugardeginum og hringja svo í mig. Kvennadeildin vildi ekki hitta mig, þannig að læknirinn uppi á bráðamóttöku sagði mér bara að koma aftur ef verkinir versnuðu og/eða ég fengi hita. Á laugardagskvöldinu þá fékk ég 39 stiga hita þannig að ég tók taxara upp á spítala því allir höfðu farið eitthvað að djamma. Ég fékk að bíða í 2 og hálfan tíma eftir að komast inn og svo var ekki farið að sinna mér fyrr en svona 5 um nóttina, þá voru tekin fleiri sýni og reynt að ákveða hvað ætti að gera við mig. 12 tímum seinna var ég svo lögð inn á meltinga- og smitsjúkdómadeild og þar átti að rannsaka mig frekar, fór í ristilspeglun sem er ekki nice og fleiri rannsóknir. Svo á þriðjudaginn þá höfðu þau bara ekki fundið neitt að mér :) þannig að þau vildu senda mig til kvennsjúkdómlæknis, þannig að deildarlæknirinn hafði samband við lækninn minn og ég fór til hans í gær og vitiði hvað ef kvennadeildinn hefði viljað hitta mig þarna á laugardaginn þá hefði það getað sparað fullt af peningum því að það eina sem var að mér var að það hafði blætt inn á vinstri eggjastokkinn hjá mér og það var að valda hita og verkjum :P
þannig að bara in your face kvennadeild :)
Jæja þá er það komið á hreint ég fékk vinnuna :)
Byrja í byrjun mars eða loka feb.
Annað í fréttum að ég gerðist félagsmaður í SR í dag
skotfélagi Reykjavíkur.
Í gær ákvað ég að taka á því, Jói dreif mig í sund og sagði að ég fengi ekki að fara upp úr fyrr en ég væri búin að synda 8 ferðir. Ég var alveg vá heilar 8 ferðir það mun drepa mig not !!
En eftir 4 ferðir var ég búin á því, ég get ekki trúað því hvað ég er í lélegu formi. Mjög sorglegt en ég kláraði mína 200 m og fór svo að chilla í heita pottinum. Jói er greynilega með mig í einhverju heilsuátaki því hann þykist ætla að láta mig hlaupa 3 km á eftir við sjáum svo bara hvernig það fer, ef ég blogga ekki framar hérna þá vitiði hvernig það fór :P
En annars er helgin framundan og bjartir tímar :P fer austur á sunnudaginn að kaupa miða á þorrablótið sem verður stuð..