Ég gat ekki haft þessa neyðarlegu mynd af jóa áfram efst þannig að ég ákvað að blogga smá, ég og Freyja fórum smá ísrúnt í gær mjög fróðlegur ísrúntur alla leið upp í mosó, þar sem ég komst að því að Cosmoið mitt var komið :D Elska Cosmo.
Á leiðinni heim til Jóa eftir að ég var búin að skila Freyju þurfti ég að fara í hraðbanka, djöfull eru hraðbankar krípí á kvöldinn :S maður er eitthvað einn þarna að ná í pening með einhvern skuggalegan kall fyrir aftan sig : annars er þetta nú bara allt í hausnum á mér er nokkuð viss um að kallinn hafi verið alveg jafn hræddur við mig. Svona eins og að kónguló er alveg jafn hrædd við þig og þú ert við hana. Ég fór í nudd á Mecca Spa um helgina með Jóa, Helena var svo góð að gefa mér nudd í jólagjöf þannig að ég bauð Jóa með mér svona smá bóndadagsgjöf sem var reyndar viku of sein vegna veikinda, djöfull var þetta gott hlakka massa til að fara í nordica með Freyju..
Jæja ég ætla að halda áfram að vinna áður en allt verður crazý hérna, þó að búðin sé tóm.



Bara svo allir geti verið rólegir þá er byssan mín komin í örugga geymslu í læstum skáp, og ég er ekki með lykilinn þannig að allir eiga að geta sofið rólegir. Annars kíkti ég í vinnuna í gær merkilega gaman, var þar í 8 tíma og fór svo heim alveg gjörsamlega búin á því, þessi veikindi taka á. Annars eru voffanir að fara heim í dag enda hef ég ekkert geta sinnt þeim Jói sá algjörlega um þá. Ekkert merkó annars nema áð ég vildi að fólk færi að taka niður þetta blessaða jólaskraut er ekki allt í lagi með fólk, ég skil fólk sem situr það upp í okt afþví að því hlakkar svo til jólanna en fólk sem hefur það uppi fram í febrúar er annað hvort hundlatt eða með aðskilnaðarkvíða á háu stigi..

Remington Spf 310s :-)
Loksins loksins er ég búin að fá litla krílið mitt, búin að bíða eftir henni síðan í nóv. En alveg þess virði að bíða, Jói vill samt meina að ég eigi hana ekki þar sem hann borgaði fyrir hana. Þar sem ég er veik heima þá reddaði hann þessu öllu fyrir mig og meðal annars borgaði hana.
Svo er bara að ganga í SR á morgun :D og þá er ég good too go..
Ég er reyndar ekki að fara að skjóta neitt í bráð, þar sem að það er ekki einu sinni fært inn á sum skotsvæðin og ég á eftir að vera nokkra klukkutíma í ræktinni til að geta opnað hana og lokað henni :P segi svona..
Hún var bara smá stíf fyrst en þetta er allt að koma, hlakka til að ná litlum sætum fuglum með henni..
Annars er ég ennþá veik heima og verð örugglega fram á fimmtudag þarf að jafna mig alveg, vill ekki lenda í veseni..
Svo er ég að fara í atvinnuviðtal á mánudaginn vona að það fari vel :)



Jæja, þá er ég búin að vera veik í eina viku :(
En ég er að vera góð, loksins ég er orðin frekar pirruð á þessu..
búin með næstum tvær seríur af Nip / Tuck á þessari viku.
Annars var litli brumminn minn að lenda í klessu, einhver kall sem bakkaði á hann. Alveg týpiskt þetta er kannski sterkt merki um að maður eigi ekki að fá sé nýjan bíl, var að tala við Heklu í morgun um að fá mér golf nú þarf það að bíða allavega fram í byrjun mars.
Annars er ekki mikið planað um helgina við jói ætluðum að skella okkur í nudd á mecca spa á morgun en þarf sem ég er slöpp þá ákváðum við að geyma það þangað til næstu helgi.
Svo fer ég að passa voffana aftur á morgun.

Jæja minns er heima veikur, ekkert rosalegt stuð en samt allt í lagi, þar sem nýji despó var að lenda í dag og 2 sería af nip/tuck er komin.

Og þar sem ég er veik þá ákvað ég að sleppa því að fara út úr húsi og panta mér mat heim, Nings varð fyrir valinu, ég pantaði og þeir sögðu mér að það tæki 45 mín. Eftir 1 klst hringdi ég og spurði hvar maturinn minn væri, þá var mér sagt að hann væri á leiðinni og ég sprurði hvort að það tæki virkilega 1klst að senda mat heim á mánudegi kl 3, þá fékk ég það svar að það væri þeirra mesti annatími. Halló er fólk virkilega að reyna að ljúga því að það sé mest að gera eftir hádegi á mánudögum. Vildi bara var ykkur við að panta þá frekar kannski milli 18-20 vonandi að það sé minn að gera þá :P


Eg var ad prufa ad krulla á mér hárid med sléttujárni tad er víst hægt :-P

Jæja þá er þessi blessaða helgi sem allir bíða eftir mætt!
Ekki að ég hafi ætlað mér að gera mikið um þessa helgi annað en að bíða eftir að vinnan byrji aftur svo ég geti aftur farið að bíða eftir að helgin byrjar :)
já svona gengur þetta víst í hringi. Það var alveg magnað skemmtilegt að vinna í gær ótrúlegt hvað sumum kúnnum dettur í hug, t.d. spurði einn maður mig í gær hvað ég ætlaði að gera um helgina, ég sagði honum að ég væri að fara í fýla veislu og að ég færi alltaf að veiða fýl og svo væri ég með byssuleifi, kallinum leist alveg helvíti vel á þetta og þannig að hann bauð mér í nefið..
Annars er ég mikið búin að vera að pæla í hinum ýmsu áhugamálum sem ég gæti sinnt yfir veturinn en mér er svo sem ekki að detta neitt í hug, endilega koma með hugmyndir og það má ekki vera neitt föndur ég er jafn léleg í að föndra og Martha Stewart er góð í því..
Ég var að hugsa um að læra að verða bílasali það gæti verið skemmtilegt, ætti ekki að vera erfitt þar sem flestir bílasalar eru alveg hauslausir og þeir hafa komist í gengum þetta nám..
Annar gerðist það í gær, þegar ég var að fara að sofa að ég heyrði eitthvað brölt uppi þannig að ég fór fram greip skæri í aðra hendina og ætlaði að ráðast á innbrotsþjófin þá kom það í ljós að þetta var bara Blaðið að mæta í hús, þannig að ef þið sjáið auglýst eftir blaðbera í 107 rvk þá er það ekki mér að kenna :) já og á meðan ég var á leiðinni upp að athuga hver væri þarna á ferð þá faldi Jói sig fyrir aftan mig ;) öflugur karlmaður þar á ferð..

.. og það getur bara þítt eitt að ég sé farin að passa hundana hennar Elsu aftur, það bara klikkar ekki að það gerist alltaf eitthvað þegar ég fer að passa þessa blessuðu hunda. Annað hvort verður Alex(annar voffin) fárveikur eða báðir, hin ýmsu heimilistæki klikka eða að veðrið verður fáránlegt.. Þetta er ekki djók ég er búin að vera að passa voffa fyrir hana núna í næstum 7 ár og það er alltaf eitthvað sem kemur upp á í mínu annars rólega lífi.
Ég er búin að vera alveg steingeld það eina sem ég geri á veturnar er að horfa á hina ýmsu sjónvarpsþætti ég ætti bara að hugsa um að leggjast í dvala :)
En það er eitt gott sem ég græddi á því að vera að passa þessa blessuðu hunda en það er það að með þeim fylgir líka þessi flotti volvo sem er 4x4 2.5 turbo :) og hann er geymdur inni í bílskúr..
Annars var ég að sjá að Freyja greyið missti af fluginu til Egyptalands, sem ætti reyndar ekki að vera mikil sorg fyrir hana því hún hefur víst ekki mikið á móti London strákum ;)
Well nóg í bili mikið af misskemmtilegum kúnnum sem bíða mín..

Newer Posts Older Posts Home