Ég fór á The Curious Case of Benjamin Button á fimmtudaginn með Helenu og Gunnsa þessi mynd er bara æði og manni leiðist ekki einu sinni á þessum þremur tímum :) fyrir utan það að Brad Pitt er alltaf jafn sætur, sérstaklega þegar þeir gera hann yngri í myndinni :P
Á morgun en svo æsi spennandi leikir í körfunni úrslita keppnin í Subway bikarnum KR-Stjarnan í karla körfunni og KR-Keflavík í kvenna, held að kvennaleikurinn byrji kl 14 og karla kl 16 í höllinni :)
Eftir það er svo sýningarþjálfun með hana Sollý en hún er flat coated retriver sem ég ætla að sýna á hundasýningunni núna í lok feb..
Varðandi heilsuna þá veit ég eiginlega ekki hvað ég get sagt :S Ég er eins og jójó, suma daga er ég rosa góð aðra ekki svo mikið :S Núna undanfarið er ég búin að vera þreyttari en allt sef svona 14 tíma á dag.. En þetta hlýtur að fara að lagast.
Ég er ekki alveg viss um að ég fýli hundanafnið Sollý...
ReplyDeleteÞetta þýðir bara að ef ég fæ mér einhverntíma annan kött þá skal hann heita Dísus :p hahaha
Það var ekki ég sem nefndi hundinn..
ReplyDeleteEn Dísus er flott kattanafn..